ÞRÆÐIR – tímarit um tónlist

Heimasíða ÞRÁÐA hefur fært sig hingað: http://www.lhi.is/thraedir
Vefritið ÞRÆÐIR er gefið út af tónlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur það hlutverk að skapa vettvang, aðhald og hvata fyrir hverskonar rannsóknarvinnu tengda tónlist innan sem utan skólans. Lögð verður áhersla á opinn vettvang, þ.e.a.s. mikill sveigjanleiki verður til staðar varðandi tegundir texta sem tímaritið inniheldur. Tekið verður á móti stuttum sem löngum greinum/textum út frá ýmsum sjónarhornum (fræðilegum, fagurfræðilegum, pælingar, yfirlýsingar (manifesto), listrænar nálganir/aðferðir, umfjallanir, úttektir, o.fl.). Einnig má koma með uppástungur varðandi tegundir af textum. Kallað verður eftir textum ekki greinum til að leggja áherslu á fjölbreytileika tímaritsins.

Vefritið beitir sér fyrir því að vera vettvangur fyrir:

  • Orðræðu um tónlist á íslensku máli
  • Miðlun þekkingar
  • Varðveislu rannsókna
Með vefritinu viljum við auka umsvif rannsókna á sviði tónlistar, skapa ný tækifæri og hvata, og vera miðstöð sjónarhorna innan tónlistar.

 

Ritstjórn:
Einar Torfi Einarsson
Þorbjörg Daphne Hall
Berglind María Tómasdóttir